Athugasemdir
Svo er sagt mér, að maður sé ekki maður með mönnum nema taka þátt í blogginu. Þessu hefur m.a. hann Röggi vinur minn og hárskurðarmeistari haldið fram, en hann er greinilega iðinn við kolann sjálfur, fer m.a. geyst gegn þeim Baugsmönnum. Bloggið sé tækifærið til að hella úr skálum reiði sinnar niðurbældri og afhlaða; einnig að kíkja á hugsinar annarra og skoðanir. Hið besta mál. Væntanlega nokkuð lýðræðislegt. Hér má sjá að margir nota tækifærið til tjá sig, sumir virðast m.a.s. hafa töluverða sýniþörf og aðrir gægjuþörf og er það gott og blessað. Vel mætti því kalla þetta fyrirbæri gjugg í blogg. Ég hef því ákveðið að taka þátt og segja heiminum svolítið til, svona þegar stund gefst frá amstri dagsins og þess gætt að það er líklegt til að veita ekki margar stundir til að gjugga í blogg.
Þá er næsta skrefið að kasta sér útí djúpu laugina og skrifa jómfrúarpistilinn.
Ólafur Fr Mixa, 18.3.2007 kl. 21:11
Svo er sagt mér, að maður sé ekki maður með mönnum nema taka þátt í blogginu. Þessu hefur m.a. hann Röggi vinur minn og hárskurðarmeistari haldið fram, en hann er greinilega iðinn við kolann sjálfur, fer m.a. geyst gegn þeim Baugsmönnum. Bloggið sé tækifærið til að hella úr skálum reiði sinnar niðurbældri og afhlaða; einnig að kíkja á hugsinar annarra og skoðanir. Hið besta mál. Væntanlega nokkuð lýðræðislegt. Hér má sjá að margir nota tækifærið til tjá sig, sumir virðast m.a.s. hafa töluverða sýniþörf og aðrir gægjuþörf og er það gott og blessað. Vel mætti því kalla þetta fyrirbæri gjugg í blogg. Ég hef því ákveðið að taka þátt og segja heiminum svolítið til, svona þegar stund gefst frá amstri dagsins og þess gætt að það er líklegt til að veita ekki margar stundir til að gjugga í blogg.
Þá er næsta skrefið að kasta sér útí djúpu laugina og skrifa jómfrúarpistilinn.