Jón Magnússon á sig ekki sjálfur

 

Ég varð fyrir vonbrigðum þegar Jón Magnússon flutti sig um set í Sjálfstæðisflokkinn. Auðvitað er það hans mál að vilja ekki lengur vera hjá Frjálslyndum, sökkvandi skipinu. Mér hefur fundizt hann hafa ýmislegt skynsamlegt til málanna að leggja þótt sumt af því hafi verið rangtúlkað og notað í síklifun einsog umræðan um að koma einhverju skipulagi á þá útlendinga, sem vilja setjast hér að.

Mér hefur líka fundizt hann vera á þeim buxunum að vilja laga ærlega til í því, sem við höfum kallað lýðræði. Eitt af því, sem hefur verið gagnrýnt hvað mest, m.a. hef ég þusað um það hér í eitt ár a.m.k.,er að hér ríki flokkaræði í stað lýðræðis. Ég skírskotaði þá sérstaklega til hinnar frægu setningar: "nú á ég mig sjálf" og gagnrýndi  þau viðhorf þingmanna, sem á þing hafa komizt fyrir það að tilheyra ákveðnum flokki, að telja sig allt í einu óbundna af því samhengi og geta bara gert hvað sem er. Jón var ekki kosinn til að fara í Sjálfstæðisflokkinn, menn hefðu þá frekar bara kosið þann flokk. Það væri skárra lýðræði. Framkoma Jóns er einmitt eitt versta dæmið um flokkaræði. Ef hann vill ekki vera í Frjálslynda flokknum á hann að sjálfsögðu að láta sig hverfa og rýma fyrir varamanni sínum svo að flokkurinn, sem hann var valinn fyrir, haldi sínu kjörfylgi.

Sem stendur er Jón raunar kominn í meiri háttar lykilstöðu. Með hans tilstilli opnast skýr möguleiki fyrir tapsára og valdþurfta Sjálfstæðismenn að rotta sig saman með Frömmurum og steypa stjórninni. Það er allt sem við þurfum nú í kreppunni! Frömmurum trúir maður til alls eftir allt saman, þrátt fyrir andlitslyftinguna.

Í mínum augum eiga Jón Magnússon eða Kristinn H "sig ekki sjálfa" núna.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband