Stjórnlagaréttur

 

Ég komst satt að segja ekki hjá því að heyra í gegnum skammarlega þunnan pappírsvegginn á kosningaklefanum hvað kjósandinn í næsta hólfi var að skrifa á sinn kjörseðil. 'Eg bara trúði ekki mínum eigin eyrum og hafði fyrir því að ná mér í tröppu með hjálp kjörnefndarstarfsmanns og kíkja yfir pappann. Ég hafði heyrt rétt Þarna var kjósandinn að krota niður þessar 25 fjögurrastafatölur einsog ég vissi. Og nú hafði ég séð allt! Skildi samt ekkert af þessu talnaflóði.Hugsaði, að engu að síður gæti vissulega með skörpum ásetningi einhver hópur starfsmanna eða embættismanna náð að sjá þennan kjörseðil í heilt sekúndubrot þar sem hann var ekki samanbrotinn eða jafnvel tekið hann upp á falinni myndavél.Svona þarf maður að passa sig.

Ekki er heldur unnt að treysta því að ekki hafi verið bætt í eða fækkað atkvæðum þótt kjörkassar væru innsiglaðir. Hvað getur ekki þessi nanótækni gert? Eða þá vaskir tölvumenn með brýna þekkingarþrá og geta fylgt einum kjörseðli eftir til uppruna síns? Allir þessir möguleikar eru vísir til að hafa valdið meiriháttar brenglun á kosningaúrslitum. Gott er nú að eiga hæstarétt sem skoðar málið í heild sinni og lætur ekki afvegaleiða sig vegna sérstöðu þessara kosninga í mörgu tilliti, 250 einstaklinga í kjöri, flókins ferils, nýmæla. Það kemur heildinni ekki við.Bara hitt að búa til eigin skilmerki af ýtrustu tæknilögfræði.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband