26.2.2009 | 23:59
Deja vue.
Allir þekkja líklega þá tilfinningu að þeir hafi upplifað einhvern atburð áður. Einhverjum taugabrautum í heilanum slær saman á slíkan hátt að það glyttir sterklega í einhverja óljósa fyrri upplifun. Á fínu máli: desja vy.
Þetta henti mig nýlega þegar kynntar voru hugmyndir nýframmara um að klípa 20% af skuldum allra skuldara, ríkra sem fátækra, lántakanda til neyzluveislu eða til framtíðarsköpunar, til 12 milljóna króna ofurbíla eða fyrsta heimilis fyrir fjölskylduna, þeirra sem skulda mikið eða lítið o.s.frv. Og svo mundi ég allt í einu frá fyrri upplifuninni. Það var þegar gömlu Frammararnir buðu uppá það fyrir kosningar að hækka húsnæðislán og lána 90%. Það voru líklega dýrustu atkvæðakaup Íslandssögunnar, sem vissulega áttu ekki lítinn þátt í því að keyra upp ofþensluna með eftirfylgjandi hruni. Hinn frægi kosningavíxill.
Svo virðist sem hið nýja lið, sem sagzt hefur vilja endurskapa Framsóknarflokkinn, haldi sér engu að síður í gamlar og notadrjúgar hefðir fyrri flokkseigenda.
Og mér finnst það ekki kunna góðri lukku að stýra þegar krónprins Viðeyjardynastíunnar í Sjálfstæðisflokknum tekur bara vel í þetta.
Eru samningar komnir þetta langt?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ertu með betri hugmyndir til að koma heimilum og fyrirtækjum til hjálpar?
Engar hafa komið frá öðrum stjórnmálaflokkum.
Formaðurinn og allir forystumenn Framsóknar hafa sagt að tími sé kominn til að gefa íhaldinu frí. Það að taka ekki mark á því er að fara rangt með.
Gestur Guðjónsson, 27.2.2009 kl. 10:35
Já. Að hafa fyrir því að skilgreina og síðan kanna hverjir eru verst settir og veita þeim almennilega hjálp. Ekki eru allir skuldarar á heljarþröm. Jafnvel þeir, sem tekið hafa stóru lánin eru líklega margir í þeim hópi. Þeir myndu skv þessari hugmynd stærsta fjárhagstuðninginn.
Hvað varðar frí fyrir íhaldið: Ég sagði sjálfur frá því í nýlegum pistli, að Frammarar hefðu lýst yfir vinstri sveiflu. En þekkjum við ekki af fyrri sögu að slíkar óformlegar heitstrengingar duga oft skammt ef hentugleikar breytast?
Ólafur Fr Mixa, 28.2.2009 kl. 23:50
Hugmyndin gekk út á ákveðið hámark á niðurfellingu, þannig að þeir sem tóku stærslu lánin, út yfir "eðlilega" lántöku fengju bara niðurfellingu upp að ákveðnu hámarki.
Gestur Guðjónsson, 28.2.2009 kl. 23:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.