Um náungakærleik

 

"Þarna er verið að verðlauna störf sem unnin eru af fórnfýsi, hógværð og látleysi.............eitt hetjuverk eða hugsjónastarf einstaklinga eða félaga í áratugi..............Verk sem byggist á því að vera góður við náungann dettur aldrei úr tísku......"

Fallegt.

 Svona mæltist Hildi Petersen, í dómnefnd um Samfélagsverðlaun Fréttablaðsins. Áður átti hún sæti í stjórn SPRON. Það var á þeim tíma þegar gengi þess var mikið, stofnfjárbréf hækkuðu ævintýralega og til stóð að breyta sjóðnum í hlutafélag. Fram að  því hafði fólk verið hvatt til að kaupa og kaupa á svipaðan hátt og nú er viðurkennt  að hafi átt sér stað varðandi lántökur með gjaldeyriskörfum hjá hinum bönkunum og kaup á markaðsbréfum. Haft var m.a á orði að þetta væri pottþéttur bisness þar sem stjórnendurnir sjálfir hefðu lagt mikið fé í fyrirtækið, varla færu þeir að láta eitthvað henda það. Fólk var hvatt til þess að verða sér úti um lán (hjá SPRON ) til að afla sér bréfa. Verðið og gengið voru pumpuð upp eins gjarnan tíðkaðist með ýmsum aðferðum um þær mundir, nýjum eigendum til ánægju. Capacent mat eignirnar á u.þ.b. 65 milljarða, ef ég man rétt. En rétt fyrir hlutafélagsvæðinguna læddust um fréttir að raunverulegt virði SPRON  væru innan við fjórðung af þeirri upphæð. Fór þetta býsna leynt. Svo vildi samt til að nokkrir stjórnarmenn, þ.m.t. umrædd Hildur Petersen, seldu bréfin sín fyrir milljarða degi fyrir hlutafélagsvæðinguna. Að eigin sögn var þetta hrein tilviljun, allir höfðu þeir haft mismunandi persónulegar ástæður til að selja. en vissu annars ekkert sérstakt um þessi mál né hver um annan. Þessu gleypti Efnahagsbrotanefnd  við og var fljót að ákveða að engin ástæða væri til frekari rannsókna á mögulegum innherjaviðskiptum og því síður á bókhaldi og endurskoðendum þeirra reikninga, sem gáfu tilefni til að afvegaleiða Capacent svo hrapalega.

Umleið vaknar sú spurning hvort félagið geti bara sagt ó mig auman og lofað að vanda sig betur næst. Ekki hefur sézt að nokkur telji þetta heldur aum vinnubrögð og afdrifarík Væri ekki ástæða til að draga Capacent til ábyrgðar á svona herfilegu og ótrúlegum slóðaskap. Vissu margir en þögðu þó.

Næsta dag, gleðidaginn mikla með hlutafélagsvæðingu, sukku bréfin til botns. Fjöldi manns tapaði stórum upphæðum og sumir aleigunni þar sem verðgildi bréfanna fór niðurfyrir lánin, sem þau voru veðsett fyrir. Voru þá flysjaðar af allar eigur viðkomandi í bankanum. Einstaklingar, sem höfðu látið blekkjast, stóðu uppi slyppir og snauðir, þústaðir og gátu lítið sýnt annað en "hógværð og látleysi".

Þessi saga er því miður ekkert einsdæmi um þessar mundir. Því miður. Ein sagan af mörgum. Gefur smáinnsýn inní hugarheim tímans og að "tízkunni" virðist vera misjafnlega fylgt eftir. Einsog það að "vera góður við náungann".

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heyr, heyr!!!

Halla Guðrún Mixa (IP-tala skráð) 18.2.2009 kl. 15:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband