Heilarok um nýja stjórn

 

Sem áhugamaður um utanþingsstjórn er nánast óhjákvæmilegt að láta hugann reika um fýsilega einstaklinga til að taka þátt í slíkri stjórn. Það gæti kannski komið skrið á aðrar hugmyndir og mótað ramma þeirra.

Því læt ég flakka þessa niðurstöðu eftir heilarok, sem ég varð fyrir. Svona í hálfgerðu gamni. Ég geri mér fulla grein fyrir því að sjóndeildarhringurinn er ekki stór með kynslóð af eldra taginu.

Gert er ráð fyrir að hver um sig fái umráð yfir ríkjandi embættisráðuneytum þar sem vissuleg eru mikil þekking og reynsla til staðar.

Spurning vaknar hvort svona stjórn eigi ekki að hafa lengri tíma en fram í maí nk.

 

Herdís Þorgeirsdóttir (forsætisrn)

Jón Ormur Halldórsson (utanrrn)

Vilhjálmur Egilsson (fjármrn)

Björg Thorarensen ( dómsmrn)

Ómar Ragnarsson (Umhvrn)

Svanlaug Svavarsdóttir (samgrn)

Þorvaldur Gylfason (viðskiptarn)

Jón Björnsson, sálfræðingur ( félagsmrn)

Halla Tómasdóttir(landb.sjávarútvrn)

Sigurður Guðmundsson, fyrrverandi landlæknir (heilbrrn)

Rannveig Rist (iðnaðarrn)

Páll Skúlason og Björk Guðmundsdóttir koma sterkt uppí hugann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hvað segirðu um að Vilhjálmur Egilsson verði áfram þar sem hann er og Lilja Mósesdóttir verði fjármálaráðherra.

Dragðu endilega tillöguna um Rannveigu Rist til baka. Sem iðnaðarráðherra þá yrði hún líka ráðherra ferðamála og hrædd er ég um að hún tæki álbræðslu fram yfir ferðaþjónustu.

Annars áhugavert fólk.

Helga (IP-tala skráð) 26.1.2009 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband