13.11.2008 | 23:47
Gordon Brown í stríði.
Lögin sem Bretar notuðu til að spilla framtíð okkar eru stríðslög. Þau ganga því mun lengra á viðurkennd grundvallarmannréttindi heldur en gengur og gerist. Neyðarlög.
Bush forseti hafði lýst yfir stríði við óljóst hugtak sem hann kallaði hryðjuverkamenn, hvernig sem menn kusu að túlka það fyrirbæri. Ben Gurion eða andspyrnuhreyfing Norðmanna gegn nasistum geta hæglega heyrt undir það. Í kjölfar þessa styrjaldarástands, og með hliðsjón af því, settu Bandaríkjamenn neyðarlög sem braut illilega gegn mörgum lýðræðislegum mannréttindum, heimila t.d. njósnir um borgarana, skerða stórum réttindi fólks gagnvart réttarkerfinu , sem gerði pyntingarnar á Guant-mano mögulegar o.s.frv. Það er óneitanlega hentugt að hafa slík lög ef manni er illa við einhvern og af því töluverð reynsla frá McCarthyárunum.
Bretar biðu ekki boðanna að taka virkan þátt í stríðinu með Bandaríkjamönnum frekar en fyrri daginn . Á þeim styrjaldargrundvelli settu þeir sín eigin lög. Það liggur í augum uppi, eða svo var a.m.k. lýst yfir, þrátt fyrir efasemdir margra, sem óttuðust misbeitingu, að þeim lögum skyldi eingöngu beitt í tengslum við hið yfirlýsta stríð þeirra engilsaxa. Um leið verður sú staðreynd, að þeim skuli beitt gegn minnstu bandalagsþjóð þeirra, ekki túlkuð á annan veg en að þeir telji sig vera í styrjöld við okkur.
M.ö.o., þeir hafa sagt Íslandi stríð á hendur. Þetta er ekki sagt í hálfkæringi. Ég tel að við eigum að bregðast við með þetta í huga, þótt við getum ekki vænst að vinna slíkt stríð með netklippum einsog forðum daga. En mér finnst ákaflega brýnt láta uppi þennan skilning á yfirstandandi ástandi í orðum og látæði .
Mér hugnast vel afstaða Ólafs Ragnars forseta. Í því sambandi hafa verið bornar fram áhyggjur af því að við kynnum að hafa móðgað Breta. Almáttugur! Á kannski að biðja afsökunar á því að bent sé á það undir öllu þeirra ofbeldi, að þeir eru ekki þeir einu sem urður fyrir missi í seinni heimstyrjöldinni, frekar en að þeir eru ekki þeir einu sem verða fyrir búsifjum í heimskreppunni nú og afleiðingum græðgiskapítalismans.
Ekki skánar absúrdisminn, ef vænst er til að við tökum því svo með þegjandi undirgefni að Bretar komi með herflaugar sínar til að passa uppá lofthelgi hryðjuverkaþjóðarinnar Íslands, bandalagsríkis þeirra. Vonandi verður ekki af því, en ekki þykir mér það snöfurmannlegt að útskýra það með því eingöngu, að við séum að spara í stað þess að segja einsog allir Íslendingar hljóta að hugsa, að þjóð sem sagt hefur okkur stríð á hendur og er þegar búin að vinna á okkur stórfelld hryðjuverk, sé meiri háttar óvelkomin. Það er mesti misskilningur hjá breska sendiherranum hér að segja, að samskipti þessara þjóða sé með eðlilegum hætti.
Kannski hefði þetta getað átt við Ceylon í sínum tíma og þótt eðlilegt í augum Breta, en takk fyrir, nú er nýlendutíminn búinn.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 18.11.2008 kl. 00:09 | Facebook
Athugasemdir
Blessaður Ólafur.
Þessi pistill þinn ætti að vera skyldulesning fyrir þjóðina á morgun. Ef Brown er í stríði, þá hljóta bretar að vera í stríði og þar með við líka því það þarf tvo til. Þeir segja núna að það séu nægar eignir í ICEsave. Til hvers voru þá menn að þessu. Afhverju var bara ekki sest niður með Íslenskum stjórnvöldum og dæmið gert upp?. Afhverju var verið að ráðast á okkar fyrst og við kallaðir níðingar?. Þjóðin sem rændi bresk gamalmenni og líknarfélög. Afhverju létu okkar stjórvöld þessa deilu þróast, fyrst nægir peningar voru allan tímann til?. Þurfti að hræða okkur og svelta (fyrirtæki og verslanir um aðdrætti) til að ná fram einhverjum öðrum og mikilvægari markmiðum? Og þá hverjum?
Maður hreinlega skilur þetta ekki, eða þannig.
Ómar Geirsson (IP-tala skráð) 14.11.2008 kl. 00:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.