26.11.2010 | 16:04
Heilsuátak í jafnréttismálum
Jafnrétti. Flott orð. Búið að vera svo lengi á sveimi. Eru þá t.d. laun jöfn til allra? Umgengi við börn? Réttindi barna til umgengis við foreldra?
Dómsmál. Í stjórnarskránni er heilmikið lið "dómenda". Orðið "dómari" kemur aðeins fyrir ( tvisvar) þegar rætt er um heimildir til að halda fólki í knastinu í einn sólarhring. Athyglisvert hvað þessari framkvæmd er lýst nákvæmlega á meðan svo margt annað er nánast afgreitt með fáum orðum og löggjafanum látin eftir nánari útfærsla. Einu sinni enn er þó "dómara" getið: Í 61 gr. þar sem kveðið er á um lausn frá embætti og sérstaklega getið eftirlaunakjara hæstaréttardómara.
En dæmir nokkur dómara? Í 70. grein segir að "..dómþing (skuli) háð í heyranda hljóði nema dómari ákveði annað lögum samkvæmt til að gæta velsæmis, allsherjarreglu, öryggis ríkisins eða hagsmuna málsaðila." Ekki verður annað séð en sl. haust hafi sjálf stjórnarskráin verið brotin í máli "nímenninganna" voðalegu. Dómarinn ákvað að aðeins hlutialmennings skyldi geta fylgst með í heyranda hljóði. Úrvalið var handahófskennt, þeir fengu sem komu tímanlega, hinir ekki. Hafi málið verið þeim vanköntum háð sem um segir í s.hl. ofangr. málsgreinar, hefði að sjálfsögðu átt að rýma allan salinn. Ef ekki, hefði átt að framfylgja gildandi stjórnarskrárboði og koma upp upplýsingagræjum einsog tíðkast á öllum fagráðstefnum. Að halda regluboð að hálfu en brjóta að hálfu hlýtur að vera nokkuð álappaleg dómsgjörð svo ekki sé meira sagt..
Því er nú teygður svona lopinn til að hugleiða hvar stjórnarskráin tekur að sér að lýsa einstökum ferlum í þjóðfélaginu útí hörgul en öðrum í engu.
Og hver dæmir dómara? Hversu mörg dómstig viljum við? Eru þetta veigaminni mál en eftirlaun hæstaréttardómara?
Hvernig er farið um ábyrgð í starfi opinberra starfsmanna?
Stjórnlagadómstóll?
Vilja Íslendingar taka þátt í stríðsrekstri eða ekki? Er EB stríðsbandalag en ekki NATO?
Börn sérstaklega koma fyrir í tveimur línum í stjórnarskránni,í 60 bókstöfum + 11 ásláttarbilum frá 1995. sem segja ekkert (76.gr). Nóg pláss er hér til að smeygja því öllu inn:" Börnum skal tryggð í lögum sú vernd og umönnun sem velferð þeirra krefst". Takk fyrir pabbi. Ekkert um lágmarksréttindi, s.s. í hinum ýmsum tegundum sambúðartegunda, vitneskju um uppruna sinn og réttindi. Öryggi, vellíðan koma hvergi við sögu. Til er hópur fólks sem telur það hollt fyrir börn að flengja þau einsog "velferð þeirra krefst". Um vinnuhæfni og vinnukröfur á hverjum aldri eru engin orð höfð um.
Þetta á auðvitað ekki síst við á víðara vettvangi á nýjum tímum líffræðilegra undra einsog klónunar, genaumröðunar í plöntum, dýrum OG mönnum, Stofnfrumuheimur. Hvar munum við getað leitað athvarfs, snúist til varna og umfram allt mótað okkur grundvallarprinsíp í þeim darraðardansi? Þarna hefði sannarlega verið gott að vita af yfirlýstum fagmanni til að skutla inn.
Hvað um stöðu okkar vegna hlýnunar jarðar?
Er ekki kominn tími til að skera úr um það á afgerandi hátt hvað tungumál viljum nota í framtíðinni?
Og er ekki tími til kominn að banna í stjórnarskrá að hungur geti sótt að Íslendingum og þá einkum öryrkjum, öldruðum og einstökum mæðrum. Þá er gott að muna, að þar koma börn ( og "þeirra velferð", sjá 76. gr.) við sögu. Það á sannarlega heima í stjórnaskrá að mínu viti að gera ráð fyrir því að enginn skuli þurfa að lifa undir fátæktarmörkum sem skilgreind skulu á hverjum tíma, og mati á rekstrarkostnaði fjölskyldna. Það á að vera óheimilt að skrökva að þjóðinni að fjármagn til þesskonar jafnréttis sé ekki til. Auðvitað er það til! Þjóð sem um stundarsakir þótti meðal ríkustu þjóða heims (á þeim tíma sem uppihaldstryggingarbætur voru skertar hvað mest) situr enn að nógu þótt harðnað hafi á dalnum.
Það krefst heilsuátaks: Hjálpa þarf þeim sem bera þurfa að bera á bakinu þungar klyfjar gulls, sem þeir hafa ekkert að gera við, ( fá brjósklos vegna þess að gylltir liðþófar eru veikari en þeir náttúrulegu )og þreyja erfiðar siglingar til Karíbahafsins, bagga sem ætíð virðast gera slíkt fólk kolruglað í ríminu og leiða af sér andlega brenglun. Þetta gull er svo ærið nóg til að létta af þeim verst settu í samfélaginu sínar klyfjar og þarmeð þau andlegu og sálarlegu kraumum, sem skv. hlutarins eðlis steðja að þeim. Með svolitlu Herbalife gæti þetta verið vel til þess fallið að auka velferð og langlífi á Íslandi.
Orðið "réttlæti" kemur ekki fram í Stekkjargjá 2000, en fer frekar hátt í flokki hinna tvegga , 4. sæti hvort.. Við erum að tala um það hér að ofan.
Hvergi nema í stóru dyggðunum sjö, þessara sk. "kristnu"frá fornu fari , komast á blað dyggðirnar "viska" og "hugrekki".
Mikið óska ég þess að valdir þingfulltrúar á Þjóðlagaþingið láti nú ekki á sig fá þessa útlegð orðanna viska og hugrekki og leyfi þeim að fljóta með inní þingið.
Þau hefur vantað svo lengi.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 28.11.2010 kl. 15:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.