4041

Stjórnlagaþingið virðist hafa úr nógu að moða af almennum hugmyndum um óaðfinnanlegt  hátterni skv því sem ég hef rætt undanfarið. Við eigum greinilega gott fólk með hjartahreinar hugsjónir og vilja til þátttöku. Maður heyrir í einstökum frambjóðenda innanúr seimnum í útvarpinu, sem minnir svolítið ónotanlega á jólakveðjur RÚV, og finnst þetta svosem vera sama tóbakið þótt almættinu sé lof fyrir einn og einn frambjóðendanna, sem laumar inn  hugmynd og málefni útfyrir venjurammann sem er vissulega einnar nætur virði.

En ég undrast líka hversu flestir láta sér nægja að halda á lofti nýju klisjunum, einsog um ákveðnari þrískiptingu valdsins, ráðherrar skuli ekki vera þingmenn ( líklega eitt af helstu hræðsluefnum fortíðarunnenda ), persónukosningar,  þjóðarkosningar, stjórnskipulegt hlutverk og skyldur kóngsins/forsetans,  o.s.frv.  Það er svo sem gott og blessað. ,en hvað með nútímann? Og framtíð? Í mínum huga hljómar gamla stjórnaskráin svolítið einsog karlaraup, umfjöllun um yfirmenn, elítismann. Restin er rýr og virkar á mig  einsog klapp á bakið, svona,svona kallinn hérna er eitthvað skemmtilegt fyrir þig líka.  

Landið okkar?  Í umræðunni virðist fyrst og fremst minnst á haggildi þess á merkantílan  hátt, sem auðlynd, er nauðsynlega þurfi að færa til réttrar eignar. Alveg mætti koma fram stolt og væntumþykja og tilfinningalegt verðmætismat sem afkomendur okkar skuli njóta sem slíks. En þá þarf að standa til boða fagkunnátta í  umhverfismálum, mengun. Ég man ekki í fljótu bragði eftir að nokkur hafi nefnt mengun á nafn. Mál nútímans og framtíðar. Mál allrar heimsbyggðar. Höfum við löngun eða skyldur til að taka þátt með öðrum þjóðum í að berja á þessum fjanda? Eða leiða aðrar þjóðir.  

Eða viljum við aðeins drolla hérna úti í ballarhafi og huga að eigin naflavandamálum án samneytis og samvinnu við aðra? Veðurbarinn, vöðvatelgdur afdalabóndinn staddur á fleyi eigi góðu úti á rúmsjó með hrífu ( úr áli ) í annarri en ár í hinni,  með atburðarýran heiðardalinn í starandi augnaráði, staddur þar sem hvergi sést til lands“.Miklir-menn –erum- við, Hrólfur minn” heilkennin. Svona Íslending viljum við helst ekki sem fyrirmynd.

Það er huggunarefni að til að mynda stendur til boða einstaklingur sem hefur til að bera  hvort tveggja í senn, þessa ást til landsins sem enginn efast um og þekkingu í mengunarmálum, Ómar Ragnarsson. Þótt það sé í sjálfu sér gleðiefni að frambjóðendur til þessara kosninga búi við fjölskrúðlega reynslu, mætti líka huga að því að sértæk þekking og kunnátta eru einnig eftirsóknarverð. Þingið mun væntanlega kalla til sérfræðiálit um flest mál, en sértæk þekking innan hópsins getur verið nauðsynleg til að feta sig um í vinnu þingsins. Ekki segi ég þetta vegna lílils trausts á mörgum sem hafa látið í ljós áhuga af þessu tagi.  

Á ekki að reyna að læra af reynslunni og reyna að hindra að fjárglæframenn geti hreiðrað um sig í skjóli ótakmakaðs agaleysis, skorts á ákveðnum leikreglum og lauslætis í bjagaðri eignaskilgreiningu, hafa gert stóran hluta þjóðarinnar nánast nánast að  leiguliðum fyrri alda. Á að halda opnum þeim fræðilega möguleika að einhverjum (óþekktum) aðilja verði selt allt rigningavatn til einkaleyfishafa, einsog menn gerðu sallarólegir í Bólivíu, sem breytir raunar endanlega leiguliðum í þræla. Viljum við fá ENRON ?    

 Almennt má segja, að lýðræði skuli ganga framar fjárræði, fólk framar fé. 

Á Íslandi hefur verið komið á lénsskipulagi í sjávarútvegi.

Líklega þætti ekki eftir allt saman alveg útúr kú að stjórnarskrárbinda bann við hungri.Og góða meðferð á niðursetningum Svona erum við nú bara langt komin.  

Það er því sannarlega ekki goðgá í mínum augum að fastsetja í lykilmálum nánari skilgreiningar en víðast hafa tíðkast. Einsog í umhverfismálum höfum við val um einstakling, sem býr að sérþekkingu í fjármálum. Það er nýlunda á þessum vettvangi að sá góði maður siglir undir réttu flaggi, kveðst eiga erindi á svæðið f.o.f. til að beita sér að þessum málaflokki í gerð stjórnarskrár. Af vissum ástæðum vil ég nú ekki nefna nafn hans sérstaklega, en get þó sagt að fyrstu stafirnir eru 4041.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband