Hvað þykir “raunhæft” í Ísrael.

 

 Mér hefur verið það ljóst lengi að Ísrael hefur alls ekki í hyggju að semja um eitt eða neitt varðandi Palestínu. Þeirra hugmyndafræði virðist snúast um það eitt að vera herraþjóð á Gamla Palestínusvæðinu og sölsa það undir sig hægt og bítandi. Það sé þeirra réttur, tilkominn frá Guði sjálfum, þessum grimma, hégómlega, afbrýðisama og hefnigjarna Jahve, sem fram kemur í ævafornum flökkusögum, teknar saman um 600 f.K. og gerðar að helgibókum. Sá gamli harðstjóri hvatti á sínum tíma til þjóðarmorða svo afgerandi, að ekkert kvikt mátti lifa af svo að ekki yrði vakin reiði hans og refsingar. Þannig varð Ísrael til á sínum tíma. Þeim virðist sýnilega finnast að enn séu þeir útvalin þjóð og æðri öðrum. Það heimili þeim að kúga Palestínumenn, sem þeir halda sem hersetinni þjóð og gert allt til að gera þeim lífið nánast óbærilegt, auðmýkt þá, hindrað þá í að komast til vinnu sinnar, á akra sína, í skólana sína eða í ferðum milli einstakra svæða þeirra eigin lands. Öll milliríkjaverzlun er háð þeirra eftirliti og reglum. Það er einkar kaldhæðnislegt, að einmitt þessi þjóð skuli búa til stærðar gettó um byggðir Palestínumanna, sem þeir nefna raunar "Palestínuaraba". Þeir tefja samningaviðleitni jafnt og þétt til að leggja undir sig land þeirra með æ fleiri landnámsvæðum á þeirra eigin landi. Þegar horft er á kortlagningu þeirra landssvæða, sem þeir hafa þegar lagt undir sig og merkt eru með rauðu, þá lítur slíkt kort út einsog slæmt mislingatilfelli um allt land Palestínu. Verið er kerfisbundið að búa til nógu margvíslegar Israelsbyggðir til þess að ekki verði aftur snúið, ef einhvern tíma skyldi koma að því að einhvers konar samningar gætu átt sér stað. Fyrir nokkru síðan voru nokkrir landnemar fjarlægðir, en það virðist mér í ljósi þess mikla umfangs landnemabyggða, sem þegar hafa risið, hafa verið smáleikrit til að blekkja umheiminn.

Nú er Ísrael eitt af stærri herveldum veraldar, m.a.kjarnorkuveldi. Í þessu valdi, og í skjóli Bandaríkjanna, telja þeir sig ekki vera seldir undir alþjóðamannúðarlög eða -reglur, ekki heldur undir ályktanir Sameinuðu Þjóðanna og hunza flest slíkt að eigin geðþótta.

Vissulega hafa þeir hendur sínar að verja gegn herskáum Aröbum. En ég held að flestir séu sammála um að öll þeirra viðbrögð séu algert "overkill", í orðsins fyllstu, úr hófi fram grimmdarleg og úr öllu samhengi við tilefnið, sem þeir segjast vera að hefna fyrir. Mottóið virðist vera 100 augu fyrir auga og hundrað tennur fyrir tönn. Fyrir bragðið ögra þeir og kveikja á sér hatur og biturleika, sem sízt eru til þess fallin að skapa andrúmsloft samnings- og sáttavilja. Virðist þetta vera eina aðferðin sem þeir geta hugsað sér til að komast að niðurstöðu;  ofbeldi og hernaðarmáttur. Svipar þeim þá til verndara sinna, Bandaríkjamanna. Oft er haft á orði að "þeir hafi rétt á því að verja sig" t.d. hjá Bush, Condoliza Rice, Hillary Clinton (því miður) og nú nýverið forseta Tékklands. Mér er ekki ljóst hvað kúgun og niðurlæging Palestínumanna hafi með landvarnir að gera. Eða t.d.þétt breiða klasasprengja á stóru svæði í Líbanon, sem þeir gættu eftir misheppnað stríð að skilja eftir til að sprengja fætur barna um mörg ókomin ár.

Ísraelar hafa sérstaklega þjarmað að Gazabúum. Þeir hafa orsakað matar-, vatns-, orku- og lyfjaskort, áður en þeir fóru að bombardera. Þegar ástandið varð æ skelfilegra undir árásum Ísraelsmanna var þess farið á leit að gert yrði 2 daga hlé á ódæðisverkum   gagnvart borgurum til þess að þeir mættu fá lyf, mat og vatn. Þessu svaraði hernaðarveldið og kjarnorkuþjóðin þannig að slíkt væri ekki "raunhæft". Það að unnt sé að hindra það að konur og börn létu lífið, er sem sagt "óraunhæft". Síðasta dæmið um tilfinningaleysið var reifað í fréttum áðan, þegar sagt var frá tilmælum Ísraelsmanna til borgara Gazasvæðisins um að hafa sig á brott til að verða ekki felldir. Landið er umkringt, liggur undir árásum frá landi, lofti og sjó, land sem varla er stærra en Árnessýsla. Hvert á fólkið að flýja?!

Ísrael fylgir ómengaðri kynþáttastefnu og apartheid. Ég minnist þess að hafa heyrt í útvarpi í þeim orðvara manni, Jóni Ormari Halldórssyni, frásögn af viðtali sínu við Olmert, sem nú er enn forsætisráðherra Ísraels og þykir heyra til hógværari arms stjórnmálamanna í þvísa landi. Sagðist Jón aldrei hafa hitt annan eins rasista.

Þegar þjóðernisstefna Suður-Afríku var við lýði var sett á þá viðskiptabann. Voru þeir einangraðir og m.a. útilokaðir frá þátttöku á Ólympíuleikum. Talið er ótvírætt að þessar aðgerðir hafi flýtt fyrir lausn í Suður-Afríku. Það er auðvitað rökleysa að bregðast ekki við Ísrael á sama hátt. Við vitum auðvitað orsökina, og pólitík er sjaldnast rökrétt, sjálfri sér samkvæm eða réttlát.

Engu að síður finnst mér sjálfsagt og brýnt að Ísland sýni í verki að það geti ekki samþykkt kúgun og aðskilnaðarstefnu og slíta þessvegna stjórnmálasambandi við Ísrael.

Ennfremur er svolítið undarlegt að það taki þátt í söngkeppni Evrópu. Þeir eru ekki Evrópubúar. Íslendingar gerðu rétt með því að benda á þetta og tala fyrir því að úthýsa þeim. Við gætum jafnvel losnað sjálf við þátttöku með því að gefa í skyn, að við kjósum að taka ekki þátt svo lengi sem Ísrael sé meðal þátttakenda.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Sæll Ólafur, ert þú ekki læknir:

Mads Gilbert heitir kollega þinn sem nú er mikið vitnað í, því hann er á Gaza og stundar lækningar á Hamas.  Margar fréttstöðvar og sér í lagi Íslendingar virðast bera mikla virðingu fyrir þessum manni.

Hann lýsti ánægju sinni með og taldi árásir Al Qaida á New York 2001 (9/11 árásina) réttmætar. Svo vitnað sé í Wikipediu, því ég fann ekki í fljótu bragði hvernig norsku fréttastofurnar greindu frá þessu á sínum tíma:

Like etter angrepet på World Trade Center i USA september 2001 vakte det oppsikt da Gilbert forsvarte undertryktes moralske rett til å angripe USA. «Hvis USAs regjering har en legitim rett til å bombe og drepe sivile i Irak, har også de undertrykte en moralsk rett til å angripe USA med de våpen de måtte skape. Døde sivile er det samme enten det er amerikanere, palestinere eller irakere.» På direkte spørsmål om han støttet terrorangrep på USA, svarte Gilbert: «Terror er et dårlig våpen, men svaret er ja, innenfor den konteksten jeg har nevnt.»

Þetta gildir þá líka fyrir Ísrael. ÞETTA ER ENN EINN NORSKUR SKíTHÆLL. Þessi karakter kallar sig lækni, þó hann brjóti allar siðareglur lækna. Og furðu sætir að Íslenskir fréttamiðlar telji sig til neydda að breiða út fréttir frá þessum "frábæra" manni.

Ert þú sammála Mads Gilbert?

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 07:55

2 Smámynd: Hjálmtýr V Heiðdal

Sæll Ólafur

Þetta er mjög fín grein hjá þér.

Þú færð að sjálfsögðu Vilhjálm síonista á bloggið þitt líkt og allir sem ekki skrifa uppá árásir Ísraela.

Á bloggi sínu er Vilhjálmur með smá ættfræðiþátt um þig og þína. Enginn sleppur hjá Vilhjá,

mi. Hann er búinn að lýsa mig gyðingahatara og fær einhverja fróun út úr því.

Hjálmtýr V Heiðdal, 5.1.2009 kl. 15:25

3 Smámynd: Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson

Hjálmtýr, þú ert nú meiri klögu- og væluskjóðan. Ég ætla, að Ólafur sé fær um að svara, án þess að hafa þig, fyrrverandi meintan gyðing, til hjálpar. Ólafur er vitni við vígslur í þjóðkirkjunni og hlýtur að geta skýrt sitt álit á Ísrael í anda þjóðkirkjunnar. Kannski hefur hann sama álit á 9/11 árásum Al Qaida eins og kollega hans, Mads Gilbert í Noregi.

Vilhjálmur Örn Vilhjálmsson, 5.1.2009 kl. 15:39

4 Smámynd: Haukur Már Haraldsson

Fín grein Ólafur og tímabær. Það er hins vegar Vilhjálmi Erni Vilhjálmssyni líkt að geta ekki fjallað málefnalega um greinina hér að ofan heldur fara í smjörklípuslettur til að komast hjá málefnalegri umræðu um hryðjuverk Ísraelsmanna. Hann virðist enda missa tök á öllu sem heitir rökhugsun þegar málefni Ísraels er annars vegar. Sérstaklega tek ég undir það að það sæmdi Íslendingum best að slíta öllu menningar- og viðskiptasamstarfi við Ísrael, eins og raunar hefur komið fram á bloggsíðunni minni.

Haukur Már Haraldsson, 5.1.2009 kl. 15:45

5 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Já já, þetta er náttúrulega hryðjuverk sem israelar eu að fremja á gaza.  Hafa gert undanfarin ár og bæta nú duglega í dag eftir dag svo slíkt framferði og viðurstyggð er einsdæmi í sögunni nánast - og er sú saga þó ekki fögur.  Það hlýtur náttúrulega að vera eitthvað bogið við innviði ríkis sem dettur í hug að haga sér svona.   

En það merkilega er samt að ísrael mun tapa þessu stríði.  Það er það skrítna.  Þeir munu alltaf tapa og Hamas mun vinna.  Jafnvel þó þeir myrtu hvern einasta gazabúa - myndu þeir tapa.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 5.1.2009 kl. 17:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband