Landslög eða þjóðlög?

Kannski gerir maður sér of miklar væntingar um að eitthvað skapandi og spennandi komi útúr þessu þjóðfundarþjóðlagaþingsveseni. En tækifærin heilla.      

 Margt þarf að varast. Þótt talað sé um Þjóðlagaþing er ekki verið að semja lög og þaðanafsíður að syngja þjóðlög nema kannski í kaffipásum.

 Um er að ræða þau bestu gildi, sem við getum sameinast um, ákveðnar almennar leikreglur sem við ákveðum að séu hollar og jafnvel nauðsynlegar fyrir alvörulýðræði og gott mannlíf og visst aðhald til að tryggja að þær séu haldnar. Ekki síst síðasta atriðið hefur klikkað hjá okkur.Til að afstýra að slíkt gerist aftur þarf skýrt og skorinort orðalag .Að öðru leyti er þessi vettvangur fullur af vænum hugtökum og algildum sem ekki verða eins létt mótaðar í orð einsog í myndverk til sýnis . Hvað er okkur efst í huga þegar við viljum vanda okkur? Gæfulegar dyggðir skulu ríkja og vera í miklum metum.

Samskiptaform okkar ráðist af slíkum gildum. Við deilum með okkur þessu landi, þessari óvanalega vel afmarkaðri fósturjörð og ber að taka vitrænar ákvarðanir um hvað sé okkur og öllum afkomendum okkar fyrir bestu í anda þeirrar mennsku sem við viljum að ríki. Auðvitað er ekki til neitt allsherjarsamkomulag um hvaða leiðir skuli farið til að komast að þeirri niðurstöðu. Slíkt kallast stjórnmál. En grundvallarplagg okkur á að setja ramma utanum þær aðferðir og þá breytni sem viðhafa skal í þeim leik. Og ekki síður að takmarka möguleika til að vaða yfir okkur á skítugum skónum einsog við höfum upplifað mörg síðustu ár. Hindra andrúmsloft svörtulofta þar sem sest að spillingarsýkt valdafólk sem getur haft það fyrir stafni að snúa útúr því sem lýðræðislegt má teljast, löglegt skv. Alþjóðadómstólnum eða réttlátt í kjörum þegnanna.

Var einhver að tala um.s sanngirni, gagnkvæma virðingu? Ég man það sveimér ekki.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband